72 ára og þráir að losna við bingóhendurnar

72 ára kona veltir því fyrir sér hvort hægt sé …
72 ára kona veltir því fyrir sér hvort hægt sé að losna við bingó-handleggi með aðkomu lýtalæknis.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem er orðin leið á bingó-handleggjunum. Hvað er til ráða?

Sæl Þórdís. 

Ég er með leiðinda bingó á upphandleggjum. Er hægt að lagfæra það og hvað kostar það svona sirka?

Með fyrirfram þökk,

Ein 72 ára

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Ef þú ert með staðbundna fitu á upphandleggjum getur fitusog stundum verið nóg til lagfæringar. Ef húðin á upphandleggjum er mikil og hangandi (stundum kallað „bingó“) þarf oftast að fjarlægja hana með skurðaðgerð. Þá liggur skurðurinn frá olnboga upp að handarkrika. Til þess að meta hvor aðgerðin kæmi til greina fyrir þig er best að hitta lýtalækni á stofu. Verðið fer eftir því hvor aðgerðin yrði fyrir valinu.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál