Letiútlitið hefur sjaldan verið meira í tísku

Rakel Unnur Thorlacius er óhrædd við að prófa sig áfram …
Rakel Unnur Thorlacius er óhrædd við að prófa sig áfram þegar kemur að litum og sniðum. mbl.is/Aníta Eldjárn

Rakel Unnur Thorlacius er fatadrottning að eigin sögn. Enda á hún og rekur Wasteland-fataverslunina í Reykjavík. Rakel er „vintage“-fatadrottning að eigin sögn. Enda á hún og rekur Wasteland-fataverslunina í Reykjavík. Hún segir „leti“ útlitið vinsælt þessa dagana en mikilvægast að fólk finni sinn eigin smekk og fylgi sinni sannfæringu þegar kemur að útlitinu. 

Hvað gerir þú fyrir sjálfa þig daglega?
„Ég fæ mér eina kókómjólk.“

Áttu þér uppáhaldstískumerki?

„Ég er alltaf hrifin af Gucci. Þau blanda alltaf svo skemmtilega saman munstri og litum.“

Rakel segir „leti“ útlitið vinsælt þessa dagana.
Rakel segir „leti“ útlitið vinsælt þessa dagana.

Hvaða tímabil í tískusögunni er mest í uppáhaldi?

„Ég elska 70's og allt sem tengist því tímabili. Hvort heldur sem er fatnaðurinn, húsgögnin, tónlistin eða hárið.“

Hvað keypir þú þér síðast?

„Ég kaupi aldrei föt þar sem ég á Wasteland og geng því einungis í fötum úr þeirri búð. En ég ákvað að splæsa í göngubuxur frá 66 Norður því ég var að byrja í gönguhóp og er að fara að ganga á hálendi Skotlands í sumar.“

Hver er uppáhaldsvaran í snyrtibuddunni?

„Chanel-skrínið mitt sem er með hyljara, kinnalit og „highlighter“ allt á sama stað.“

Chanel-skrínið er með hyljara, kinnalit og „highlighter“.
Chanel-skrínið er með hyljara, kinnalit og „highlighter“.

Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn þinn? „Hrærð egg með mjólk og salti og croissant hituð inni í ofni.“

Hvað gerir þú alltaf þegar þú ert komin heim úr vinnu?

„Mér þykir best að leggjast upp í sófa undir teppi að anda og ná mér eftir annasaman dag.“

Æfir þú?

„Ég er í gönguhóp og jóga einu sinni í viku. Svo reyni ég að kíkja í ræktina eins oft og ég get þegar ég hef tíma og orku.“

Hvernig fatnað notarðu við útivist?

„Það fer alltaf eftir veðri. En ég reyni að klæða mig rétt eftir því. Ég elska nýju Eldborg göngubuxurnar mínar og svo skiptir mestu máli að eiga góðar ullarflíkur.“

Hvað er í tísku núna?

„Það er „leti“ útlitið. Hettupeysur, brettabuxur, dragtajakkar og flottir íþróttaskór. En ég myndi segja að það væri alltaf allt í tísku. Það fer bara eftir því hvað þér líkar sjálfri/sjálfum. Þú ert í tísku!“

Hvað er þá ekki í tísku?

„Ég myndi segja Ugg-skór. Ég vona að þeir komi aldrei aftur í tísku.“

Rakel vonar að Ugg skórnir komi seint aftur.
Rakel vonar að Ugg skórnir komi seint aftur.

Hvaða tímabil tískunnar skilur þú ekki?

„Hvert einasta tískutímabil hefur alltaf eitthvað fínt upp á að bjóða en ég myndi segja að það tímabil sem ég tengi minnst við væri tískan í kringum árið 2000.“

Hvað finnst þér að allir eigi að gera?

„Að njóta lífsins og vera góðir við allt og alla í kringum sig. Síðan að sjálfsögðu að koma og heimsækja mig í Wasteland í Ingólfsstræti 5.“

Í Wasteland má finna allskonar töff fatnað.
Í Wasteland má finna allskonar töff fatnað.
Wasteland verslunin er að Ingólfstræti 5.
Wasteland verslunin er að Ingólfstræti 5.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál