Ekki séð eftir fatakaupum í 20 ár

Þorbjörg Sandra Bakke í 30 ára gömlum jakka sem móðir …
Þorbjörg Sandra Bakke í 30 ára gömlum jakka sem móðir hennar gifti sig í. mbl.is/Árni Sæberg

Þorbjörg Sandra Bakke, sérfræðingur á sviði Loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun er mikill fagurkeri og hrifnust af fötum með sögu. Þorbjörg reynir að vanda öll fatakaup og með því að íhuga öll kaup vel hefur henni tekist að sjá ekki eftir fatakaupum síðastliðin 20 ár. 

Í fataskáp Þorbjargar leynast margar fallegar flíkur sem eru ekki bara smart heldur eiga þær sér langa sögu sem eru ekki síður áhugaverðari en flíkurnar sjálfar. Hún segir að hún eigi margar uppáhalds flíkur og að það gangi svolítið í hringi hvað er í uppáhaldi hverju sinni. 

„Flíkur sem ég hef jafnvel átt lengi detta stundum allt í einu í uppáhald og þegar þær eru þar þá er ég alltaf voða kát þegar ég kem að þeim hreinum í skápnum á morgnanna. Svo heilla mig alltaf gamlir gullmolar með sögu. Í sumar hefur það meðal annars verið pils af ömmusystur minni sem var mikill heimsborgari og töffari, myndlistarkona sem bjó stærstan hluta ævinnar í New York og París en við það hef ég notað nýjustu flíkina mína, hör peysu sem vinkona mín fann í Rauða krossinum í vor,“ segir Þorbjörg í viðtali við Smartland. 

Þorbjörg í pilsinu sem ömmusystir hennar saumaði sér og í …
Þorbjörg í pilsinu sem ömmusystir hennar saumaði sér og í peysu sem vinkona hennar keypti í Rauða krossinum. mbl.is/Árni Sæberg

Pælir í fatakaupunum 

Undanfarin ár hef ég verið lítið í því að kaupa föt og ef ég hef keypt föt þá hef ég oftar kosið að kaupa notað en nýtt. Þegar ég kaupi föt þá eru það nokkrir hlutir sem ég pæli í. Í fyrsta lagi hvort ég sjái fyrir mér að flíkin verði mikið notuð, þá finnst mér ágætt að hugsa hana við hluti sem ég á og eins við hvaða tilefni hún gæti nýst mér. Svo reyni ég að átta mig á því hvort þetta sé gæðaflík, hvort saumaskapurinn sé góður, úr hvaða efnum hún er og hvort mér finnist hún þægileg. Með því að hugsa mig í gegnum þetta svona held ég að ég hafi ekki séð eftir einum einustu fatakaupum í svona 20 ár,“ segir Þorbjörg. 

Þorbjörg hefur einnig erft og fengið gefins flíkur í gegnum árin og segir það vera frábært því þá eignist hún oft flíkur sem hún hefði aldrei keypt sér sjálf. „Það hefur klárlega kryddað fatastíl minn mikið enda er ég sjálf kona einfaldleikans og myndi alltaf kjósa að kaupa frekar einfaldar flíkur. Til dæmis er ein af mínum mest notuðu flíkum ullarkápa í appelsínugulum tónum sem amma mín norska keypti um miðja síðustu öld. Líkurnar á því að ég hefði keypt mér kápu í þessum lit eru engar, en samt er hún í uppáhaldi.“

Kápuna hefði Þorbjörg ekki keypt sjálf en nú þegar hún …
Kápuna hefði Þorbjörg ekki keypt sjálf en nú þegar hún á hana er hún í miklu uppáhaldi. Kápuna keypti amma hennar í Bergen rúmlega 50 árum. Árni Sæberg

Skiptimarkaðir, fatamarkaðir og fataloppur eru eftirlætisstaðir Þorbjargar til að grúska á og finna sér fallegar flíkur. Þegar hún bjó í Noregi og Danmörku nýtti hún sér skiptimarkaði á stúdentagörðunum sem hún bjó á. 

Eins kann ég vel við búðir sem hafa sett sér umhverfisstefnu og reyna að hafa úrvalið annaðhvort umhverfis- eða siðgæðisvottað og svo er gaman þegar hægt er að kaupa flíkur beint af þeim sem hannaði og saumaði hana,“ segir Þorbjörg.

„Svartur Elm kjóll úr ull sem ég stal stundum úr …
„Svartur Elm kjóll úr ull sem ég stal stundum úr fataskáp mömmu þegar ég var unglingur en fékk svo að eiga þegar ég varð fullorðin, hattur keyptur á markaði í Barcelona og skór af mömmu sem eru næstum því jafn gamlir mér.“ Árni Sæberg

„Kaupa notað ef við þurfum að kaupa“

Þorbjörg bendir á að textíliðnaðurinn sé einn sá umfangsmesti í heimi og að honum fylgi gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Því segir hún mikilvægt að reyna að vanda sig þegar kemur að fatanotkun og kaupum. 

Því miður höfum við verið að fara í ranga átt undan farin ár og hefur framleiðsla á textíl tvöfaldast síðan árið 2000. Flíkur eru notaðar í sífellt styttri tíma og enda allt of fljótt sem landfylling á ruslahaugum, enda endurspeglar verð sjaldnast raunkostnað umhverfisins og samfélagsins við framleiðsluna og því erfitt fyrir neytendur að átta sig á afleiðingunum,“ segir Þorbjörg. 

Skiptimarkaðir, fatamarkaðir og fataloppur eru eftirlætisstaðir Þorbjargar til að grúska …
Skiptimarkaðir, fatamarkaðir og fataloppur eru eftirlætisstaðir Þorbjargar til að grúska á og finna sér fallegar flíkur. Þegar hún bjó í Noregi og Danmörku nýtti hún sér skiptimarkaði á stúdentagörðunum sem hún bjó á. Árni Sæberg

Hennar fyrsta ráð til þeirra sem vilja draga úr neikvæðum áhrifum af fatavali sínu er að finna sér fatastíl og hugsa valið til langs tíma í stað þess að vera þræll tískunnar. 

Í öðru lagi að láta fötin endast lengur, meðal annars með því að fara vel með þau, ganga fallega frá þeim, þvo á réttan hátt og laga um leið og það koma saumsprettur eða göt. Þá geta saumastofur og skósmiðir líka hjálpað.  

Að lokum, kaupa notað ef við þurfum að kaupa, annars vottað, fá lánað, gefa áfram til vina, kunningja og fjölskyldu þegar við erum hætt að nota og að endingu setja í fatagám ef við finnum textílnum ekki annan farveg,“ segir Þobjörg. 

Hluti af starfi hennar hjá Umhverfisstofnun er að fylgja eftir stefnunni Saman gegn sóun. Upp úr henni hefur ýmislegt sprottið, þar á meðal hugmyndasamkeppnin eða hakkaþonið Spjaraþon sem fór fram í lok ágúst. 

Í bláum kjól sem amma hennar átti, í blárri kápu …
Í bláum kjól sem amma hennar átti, í blárri kápu sem hún keypti nýja á sínum tíma og bláum skóm. Árni Sæberg

„Markmiðið með því var að fá þátttakendur til að þróa lausnir við textílvandanum, eftir að hafa fengið fræðslu um umhverfisáhrif textíls, hönnunarferli, nýsköpun og margt fleira.   

Það kom mér verulega á óvart hve langt teymin komust í vinnu sinni á bara rétt rúmum sólahring og hve fjölbreyttar hugmyndirnar voru, en þær snéru meðal annars að því að koma stærri hluta fatnaðar í endurvinnslu í stað urðunar, auka umhverfismeðvitund neytanda og þróa leiðir fyrir hönnuði til að framleiða textíl úr efniviði í nærumhverfi okkar. Í fyrsta sæti var svo hugmynd sem mun nýtast þeim sem vilja síður sjást oft í sama fatnaðinum eða vantar ákveðna týpu af fatnaði tímabundið svo sem brúðkaups- eða galadress. Hugmyndin ber heitið Spjarasafnið og er einskonar Airbnb fyrir fatnað þar sem notendum er gert kleift að leigja út og fá lánaðar flíkur og þannig draga úr umhverfisáhrifum textíls,“ segir Þorbjörg.

Hluti af Saman gegn sóun er átakið Notað er nýtt (#notadernytt) þar sem fólk er hvatt til að deila myndum af sér í flík með sögu á samfélagmiðlum undir myllumerkinu.

Þorbjörg ráðleggur fólki að fara vel með fötin sín, þvo …
Þorbjörg ráðleggur fólki að fara vel með fötin sín, þvo þau rétt, nota þau lengi og mikið og gera við þau þegar þau eru farin að láta á sjá. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál