Andlitsmeðferð Jennifer Aniston nýtur vinsælda hérlendis

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, segir að það færist í vöxt að fólk kjósi andlitslyftingu án skurðaðgerðar og nefnir Ultraformer sem er meðferðin sem leikkonan Jennifer Aniston notar. 

Fyrir hverja er þessi húðmeðferð?

„Ultraformer-húðþétting er oftast kölluð andlitslyfting án skurðaðgerðar þar sem hljóðbylgjur eru notaðar til örva framleiðslu kollagens í leðurhúðinni og þétta það. Þetta er tiltölulega einföld meðferð, nær enginn batatími þannig það er hægt að snúa aftur beint til vinnu og árangurinn kemur hægt og þétt á 2-4 mánuðum á mjög náttúrulegan hátt. Þessi meðferð hentar þeim sem finna fyrir að húðin sé farin að slappast og tapa teygjanleikanum, langar í þéttingu og lyftingu, en eru ekki tilbúnir til að fara í skurðaðgerð eða andlitslyftingu. Einnig frábær leið til að fyrirbyggja slappleika í húðinni,“ segir Jenna Huld.

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Er þetta fyrir fólk sem vill ekki fara í bótox en vill minnka hrukkur til dæmis á enni?

„Þessi meðferð er alveg kjörin fyrir einstaklinga sem eru ekki hrifnir af fylliefnum eða toxínum.“

Hvað þarf fólk að fara oft í þessa meðferð?

„Eins og með allar meðferðir þá er árangurinn mjög einstaklingsbundinn en flestir sem eru með vægt slappa húð svara mjög vel einni meðferð. Einnig er það þannig að þar sem þetta er meðferð sem örvar bandvefsfrumurnar í leðurhúðinni til að framleiða kollagen og þeim fer fækkandi með aldrinum, þá svara þeir sem eru yngri betur en þeir sem eldri eru. Sumir þurfa tvær meðferðir og þá er meðferðin endurtekin um það bil 4 mánuðum seinna þegar mesti árangurinn ætti að vera kominn fram,“ segir hún.

Finnst þér fólk almennt leita meira í fegrunaraðgerðir nú en áður?

„Já, mér finnst almennt vera meiri áhugi og einnig minni fordómar. Þetta er ekki litið eins miklu hornauga og bara fyrir nokkrum árum. Það hefur orðið gríðarleg framþróun í bæði laserum og öðrum tækjum undanfarin ár og því mikið val um ólíkar meðferðir sem krefjast ekki skurðaðgerða. Sérstaklega finnst mér fólk vera að sækja í meðferðir sem krefjast ekki stórra inngripa eða þar sem batatíminn er langur. Nútímafólk er upptekið og það vill fá sjáanlegan árangur, sama og engan batatíma og að meðferðin sé ekki það sársaukafull að hún krefjist deyfingar. Þess vegna er einmitt þessi hljóðbylgjumeðferð (Ultraformer/Ultherapy) svona vinsæl í dag. Margar þekktar Hollywood stjörnur, eins og Jennifer Aniston úr Friends, nota einmitt þessa meðferð reglulega þar sem árangurinn er mjög náttúrulegur og eðlilegur.“

Hver er allra vinsælasta útlitsbætandi meðferð sem þið bjóðið upp á?

„Bótoxið (toxín) og fylliefni hafa verið langvinsælasta meðferðin til þessa, sem er alveg skiljanlegt þar sem um frekar einfaldar meðferðir er að ræða sem skila mjög góðum árangri. Toxín eru og hafa verið vinsælasta fegurðarmeðferðin um allan heim í mörg ár. En við verðum að segja, að við höfum aldrei fengið svona mikil viðbrögð við neinni meðferð sem við höfum byrjað með eins og við þessari húðþéttingarmeðferð núna. Ekki ólíklegt að hún verði vinsælasta meðferðin okkar í ár.“

Hvaða aðgerð hentar best ef til dæmis fólk vill alls ekki að það sjáist að það sé búið að eiga við það?

„Ég myndi segja Ultraformerinn eða Picolaserinn (djúpur fractionell laser). Þessar meðferðir báðar tvær örva bandvefsfrumurnar til að framleiða nýtt kollagen. Þessar frumur eru mjög seinar að taka við sér og því kemur árangurinn fram á löngum tíma, hægt og þétt á nokkrum mánuðum. Þar af leiðandi verður árangurinn mjög náttúrulegur og fáir sem taka eftir að viðkomandi hafi gert nokkuð. Hér gildir góðir hlutir gerast hægt. Munurinn á þessum tveimur meðferðum er sá að laserinn vinnur meira á yfirborði húðarinnar en Ultraformerinn, til dæmis vinnur betur á opnum svitaholum, en Ultraformerinn þéttir húðina meira en Picolaserinn.“

Hver verður aðal-hittarinn í húðmeðferðum 2020?

„Ég held að Ultraformerinn eigi eftir að slá í gegn og svo er það einnig meðferð sem kallast Aquagold þar sem örþunnu fylliefni (skin booster) er blandað saman við mjög lága skammta af toxíni og því sprautað undir húð í andliti. Þetta er verulega vinsæl meðferð um allan heim. Þetta er mjög kröftug andlitsmeðferð þar sem þú færð mikinn raka og microtoxínið jafnar verulega áferð húðarinnar og minnkar svitaholurnar. Vaxandi eftirspurn er eftir þessari meðferð hjá okkur líka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál