Krullujárnið sem síðhærðir hafa beðið eftir

Tanja Ýr Ástþórsdóttir er mjög ánægð með nýja krullujárnið.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir er mjög ánægð með nýja krullujárnið.

Það er fátt eins mikilvægt þessa dagana og að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Þvo á sér hárið, blása það og krulla (ef fólk er með lengd í það) því lífsvilji fólks fjarar út þegar það er ekki búið að fara í bað í marga daga í röð og er kannski heima hjá sér að vinna á sloppnum. Baldur Rafn Gylfason, eigandi heildsölunnar bpro, lét hanna nýtt krullujárn í samvinnu við fyrirtækið HH Simonsen sem er afar sterkt í krullujárnum.

Nýja járnið frá HH Simonsen heitir ROD XXL og er lengri útgáfa af ROD VS4-krullujárninu sem hefur notið mikilla vinsælda hérlendis. Þessi nýja lengd gerir það að verkum að síðhærðir eiga mun auðveldara með að krulla hár sitt.

„Fyrir nokkrum árum fór ég með þá hugmynd til HH Simonsen að það væri geggjað að gera lengri ROD VS4 sem er alltaf vinsælasta keilan á landinu. Lengra járn fyrir síðara og þykkara hár eða fyrir styttra hár þar sem hægt væri að dreifa hárinu betur á járnið og fá lengri liði sem myndu þá auðvitað ekki stytta hárið eins. Þeim fannst hugmyndin góð og eftir samræður við fagfólk og aðra dygga aðdáendur HH Simonsen hér á landi var ákveðið að láta þennan draum okkar rætast. Undanfarin ár höfum við því verið í beinu sambandi við HH Simonsen til að hjálpa þeim að gera þetta að veruleika og erum við að sjálfsögðu sjúklega stolt af þessu verkefni sem er loksins tilbúið,“ segir hann.

Það er þó ekki bara nýtt krullujárn komið á markað heldur splunkunýr blásari sem kallast XS. Hann er lítill en jafnframt öflugasti blásarinn eða með 2.000 vatta mótor.

„Hann er með jónatækni sem gerir hárið silkimjúkt og glansandi, auk þess sem hann er einstaklega þægilegur og hljóðlátur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál