Glamúrinn keyrður upp úr öllu valdi

Hátíðarútlitið frá Lancôme í ár er unnið í samstarfi við enga aðra en athafnakonuna og tískugoðið Chiöru Ferragni. Litirnir hressa upp á gráan hversdagsleika og eru óður til glamúrs og dirfsku. Svo eru umbúðirnar guðdómlegar. 

All-in-one Fashion Flirty-pallettan inniheldur augnskuggagrunn, átta augnskugga fyrir dag- og kvöldförðunina, tvo highlightera, skyggingarlit og kinnalit.

Ferragni valdi liti í Absolut Rouge-varalitunum til að nota við öll tilefni; Working Girl er fullkominn ljósbleikur litur sem má nota hvenær og hvar sem er, Fashing Darling er aðlaðandi rauður og Chic er litur fyrir jólaboðin en Party-Goer er endingargóður, með glimmeri og bara fullkominn áramótalitur.

Til að toppa allt hátíðarútlit er nauðsynlegt að vera með eyeliner og maskara. Monsieur BIG-maskarinn er einn sá allra vinsælasti frá Lancôme en hann þykkir, lengir og endist vel. Maskarinn er í uppáhaldi hjá Ferragni og því hluti af hátíðarútlitinu og kemur í hátíðarbúningi ásamt Liner Plume-eyelinerpennanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál