Glossaðar varir við silkikjólinn

Kolbrún Anna Vignisdóttir notaði vörur frá Chanel í förðunina.
Kolbrún Anna Vignisdóttir notaði vörur frá Chanel í förðunina.

Kolbrún Anna Vignisdóttir, förðunarfræðingur og starfsmaður í Geysi, er búin að ákveða hvernig hún ætlar að klæða sig um jólin. Hún er ekki bara búin að ákveða kjólinn heldur er hún búin að ákveða förðunina líka. 

„Ég ákvað að gera nokkuð einfalda hátíðarförðun með fáum vörum frá Chanel. Blautur kopargylltur augnskuggi yfir allt augnlokið, þykkur dökkbrúnn augnblýantur með spíss til að ná fram örlítið dramatísku yfirbragði,“ segir Kolbrún og játar að hún vilji hafa ljómandi húð, svolitla skyggingu og highlighter og Nude bleikar varir.

Kolbrún Anna notaði blautan koparlitaðan augnskugga á augnlokið, setti á …
Kolbrún Anna notaði blautan koparlitaðan augnskugga á augnlokið, setti á sig eye-liner og gætti þess vel að hafa augabrúnirnar ekki of dökkar.

Hverju ætlar þú að klæðast við þessa förðun?

„Jóladressið er litríkara en vanalega. Kjóllinn er frá danska merkinu Ganni sem fæst í Geysi. Sniðið er einstaklega kvenlegt og fallegt og efnið teygjanlegt silki svo það verður þægilegt að vera í honum og borða á sig gat yfir hátíðarnar,“ segir hún.

Kjóllinn er frá Ganni og kemur úr Geysi.
Kjóllinn er frá Ganni og kemur úr Geysi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál