Halla stal stíl Ölmu Möller

Halla Tómasdóttir var í herðalsánni í þætti Gísla Marteins.
Halla Tómasdóttir var í herðalsánni í þætti Gísla Marteins. Skjáskot/Rúv

Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, mætti í áramótaþátt Gísla Marteins á miðvikudaginn. Halla var glæsileg í fallegri herðaslá en glöggir áhorfendur höfðu séð hönnunina áður. Alma Möller landlæknir klæddist eins herðalsá á upplýsingafundi í mars í fyrra. 

Halla var í svörtu undir herðaslánni. Alma var hins vegar í hvítri skyrtu með slaufu eins og hún klæðist gjarnan þegar hún klæddist flíkinni í mars. Ekki er vitað hvort Halla hafi bókstaflega stolið stílnum af Ölmu eða um hreina tilviljun var að ræða.

mbl.is/Sigurður Unnar

Herðasláin er frá sænska merkinu Stenströms en á Íslandi fæst merkið í versluninni Hjá Hrafnhildi. Fjallað var sérstaklega um herðaslána þegar Smartland tók fyrir klassískan fatastíl Ölmu í fyrra. Þá kostaði flíkin 289 evrur eða um 45 þúsund á þáverandi gengi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðrar konur sjást í eins fötum og Alma Möller. Í sumar vakti Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins athygli fyrir að klæðast blárri buxnadragt í útgáfuteiti. Þá hafði Alma einnig klæðst svipaðri dragt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál