Jennifer Lopez átti senuna í Chanel-kápu

Jennifer Lopez klæddist Chanel frá toppi til táar í gær.
Jennifer Lopez klæddist Chanel frá toppi til táar í gær.

Söngvarinn Jennifer Lopez kom fram á innsetningarathöfn Joes Bidens og Kamölu Harris í Washington D.C. í Bandaríkjunum í gær. Hún heillaði ekki bara með söng sínum heldur klæddist hvítu frá toppi til táar. Hún var í hvítri tvídkápu í anda áttunda áratugarins sem er hluti af haust- og vetrarlínu Chanel. 

Við kápuna klæddist hún hvítum pallíettubuxum í anda sjöunda áratugarins og var í hvíri silkiblússu undir sem tilheyrði haust- og vetrarlínu Chanel 2019/2020. 

Til að kóróna heildarmyndina var hún með Chanel-eyrnalokka, -armbönd og -belti. 

Þegar rýnt er í helstu tískustrauma dagsins kemur í ljós að heildarklæðnaður í sama lit er það sem þykir móðins núna. Michelle Obama var með sama þema í gær en í stað þess að klæðast hvítu var hún í vínrauðu frá toppi til táar. 

Ef þú vilt taka þessar leiðandi konur til fyrirmyndar ættirðu að fjárfesta í buxum og skyrtu í sama lit og alls ekki í svörtu og kaupa kápu í stíl.

Kápan er frá Chanel og er úr tweed-efni. Skyrtan er …
Kápan er frá Chanel og er úr tweed-efni. Skyrtan er úr silki og var hluti af tískulínu fyrirtækisins í fyrra.
mbl.is