Farðu með mýkri og sléttari húð inn í haustið

Á þessum árstíma er ekki úr vegi að huga að húðinni. Hvernig ætlum við að hugsa um hana í vetur? Ef þú vilt fara vel með þig þá er Absolue-línan frá Lancôme einstök á margan hátt.

Línan er sérhönnuð fyrir fólk sem er 35 ára eða eldra. Í línunni er blanda af mólekúlum sem innihalda sérvaldar rósir sem eru sérlega góðar fyrir andlitið. Línan er umhverfisvæn að því leytinu til að hægt er að kaupa fyllingar á 60 ml krukkurnar í stað þess að kaupa alltaf nýja og nýja krukku.

Lífsstíll getur haft mikil áhrif á öldrun í húð. Þættir eins og steita, mengun, sól, of lítill svefn og áfengisnotkun eru helstu óvinir húðarinnar ef fólk vill halda í æskuljóma sinn. Þótt Absolue-línan sé góð þá getur hún ein og sér ekki reddað málunum. Ef fólk er úttaugað af álagi, lætur aldrei renna af sér og steikir á sér andlitið í ljósabekkjum eða úti í sólinni þá getur krem eða serum ekki breitt yfir. En það hjálpar þeim sem hugsa þokkalega um sig.

Í línunni er soft cream sem smýgur inn í húðina og gerir það að verkum að virku innihaldsefnin gera gagn. Áferðin er flauelskennd og umvefjandi. Absolue Oleo Serum inniheldur ríkulegt magn af Grand Rose Extract. Það er einnig ríkt af endurnýjandi olíum eins og sítrusolíu og camellia-olíu sem næra og gefa fallegan ljóma. Augnkremið í línunni er líka sérlega gott. Það gerir hrukkur minna sjáanlegar og augnsvæðið mýkra og sléttara. Best er að nota augnkremið bæði á morgnana og á kvöldin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »