Katrín og Lilja nánast eins klæddar

Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir í hönnun Hildar Yeoman.
Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir í hönnun Hildar Yeoman. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Al­freðsdótt­ir mennta- og menningarmálaráðherra voru nánast eins klæddar á kosningavökum Vinstri-grænna annars vegar og Framsóknararflokksins hins vegar á laugardagskvöldið. Báðar voru þær í íslenskri hönnun frá Hildi Yeoman. 

Katrín var flott í grænum kjól frá Hildi Yeoman en græni liturinn er vísun í lit flokks hennar. Katrín keypti ekki kjólinn fyrir kosningarnar en hún klæddist honum til að mynda þegar hún flutti áramótaávarp sitt um síðustu áramót.

Katrín Jakobsdóttir í grænum kjól frá Hildi Yeoman á kosningavöku …
Katrín Jakobsdóttir í grænum kjól frá Hildi Yeoman á kosningavöku Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja var glæsileg í aðsniðnum bol frá Hildi Yeoman. Bolurinn er með áberandi kraga sem féll að hálsi Lilju en ermarnar eru víðar neðst. Bolurinn var í svipuðum grænum lit og kjóll Katrínar enda grænn líka litur Framsóknarflokksins. Við bolinn var hún í svörtu pilsi.

Lilja Alfreðsdóttir í bol frá Hildi Yeoman á kosningavöku Framsóknarflokksins.
Lilja Alfreðsdóttir í bol frá Hildi Yeoman á kosningavöku Framsóknarflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórnmálakonurnar voru ekki þær einu sem tóku fram græna hönnun Hildar fyrir kosningavökurnar. Fréttakonan Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir á RÚV var einnig í grænum Yeoman-kjól á kosningavaktinni. 

Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir fréttakona á RÚV var í grænum kjól …
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir fréttakona á RÚV var í grænum kjól frá Hildi Yeoman rétt eins og forsætisráðherra. Skjáskot/RÚV
mbl.is