Er þetta smekklegasti prinsinn?

Friðrik prins hefur vakið athygli danskra fjölmiðla fyrir smekklegan klæðaburð.
Friðrik prins hefur vakið athygli danskra fjölmiðla fyrir smekklegan klæðaburð. Skjáskot/Instagram

Danski krónprinsinn vekur meiri athygli fyrir smekklegan klæðaburð. Hann þykir skera sig úr hvað stíl varðar, sérstaklega ef litið er til annarra prinsa í Evrópu sem velja frekar dökk og látlaus jakkaföt við flest tilefni. Sem dæmi má nefna er Vilhjálmur Bretaprins nær alltaf í dökkbláum jakka og ljósblárri skyrtu. Sama má segja um Hákon krónprins Noregs, sem sést yfirleitt bara í látlausum dökkum jakkafötum og með bindi.

Stíll Friðriks virðist afslappaðri en hjá öðrum prinsum og eru jarðlitir ríkjandi í fatavali. Ýmiss konar brúnir og grænir tónar verða oftast fyrir valinu.

Þá er prinsinn mikið í sportlegum mittisjökkum við hversdagslegri tilefni en bindin notar hann aðeins við fínni tækifæri. Nýlega fékk hann mikið lof í dönskum fjölmiðlum fyrir að vera í smekklegum teinóttum jakkafötum með brúnt bindi. Þótti litavalið bæði minna á haustið og tóna vel við kjól Mary prinsessu.  

Prinsinn er á leið til Íslands og þá verður fróðlegt að sjá vetrarklæðnaðinn hans.

Prinsinn fékk mikið lof í dönskum fjölmiðlum fyrir vel stílíserað …
Prinsinn fékk mikið lof í dönskum fjölmiðlum fyrir vel stílíserað útlit. Hans klæðnaður þótti passa vel við föt prinsessunnar og litavalið þótti minna á haustið með látlausum hætti. Skjáskot/Instagram
Jarðarlitir fara prinsinum vel.
Jarðarlitir fara prinsinum vel. Skjáskot/Instagram
Blár jakki og rauðar buxur fara prinsinum vel.
Blár jakki og rauðar buxur fara prinsinum vel. Skjáskot/Instagram
Ljósbrúnn og aðsniðinn rússkinsjakki fer vel við dökkgrænu skyrtuna.
Ljósbrúnn og aðsniðinn rússkinsjakki fer vel við dökkgrænu skyrtuna. Skjáskot/Instagram
Fatastíll danska prinsins er oft á tíðum afslappaður. Hann er …
Fatastíll danska prinsins er oft á tíðum afslappaður. Hann er iðulega í köflóttum skyrtum við ullarjakka. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál