Lýtalæknir vildi að hún myndi léttast um 10 kíló

Unsplash/I Yunamai

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er að spá í í minnka á sér brjóstin.

Hæ Þórdís! 

Ég hef verið að spá í brjóstaminnkun í nokkur ár. Ég fór til lýtalæknis en ég er búin að léttast um 24 kíló en brjóstin haggast ekki. Ég var orðin 84 kíló sem ég var mjög ánægð með en karlkyns lýtalæknirinn sem ég fór til vildi að ég myndi létta mig um tíu kíló í viðbót. Ég hef verið 74 kíló og þá er ég skorin eins og vaxtarræktarkona og með sirka 10% fitu. Ég vil alls ekki vera með þannig vöxt. Hann vildi ekki gera aðgerðina nema ég færi meir niður í þyngd út af tryggingum. En samt hefði verið tekin sirka 900 grömm af hvoru brjósti að hann hélt i byrjun. Er það ekki kúnnans að hafa val í hvaða þyngd sé hann er í? Ég sagðist vilja taka áhættuna á að fá aðgerðina niðurgreitt af Tryggingastofnun þar sem ég var buin að losna við 24 kíló. 

Kær kveðja, 

NN

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl NN

Ef framkvæma á brjóstaminnkunaraðgerð með þáttöku sjúkratrygginga þá er miðað við að konan sé í kjörþyngd og áætlað magn sem fjarlægt verður af brjóstvef (ekki fitu eða húð) sé 500 g eða meira af hvoru brjósti. Ef konan vill minni brjóst en er ekki í kjörþyngd samkvæmt almennum stöðlum þá þarf hún að greiða fyrir aðgerðina að fullu sjálf. Ef þú ert sátt við þín kíló og lýtalæknirinn þinn tilbúinn að framkvæma aðgerðina þá þarft þú ekki að létta þig. Ég spyr oft skjólstæðinga sem leita til mín að því hvaða raunhæfa tölu þeir myndu vilja sjá á vigtinni, sú tala finnst mér vera „kjörþyngd“ þessa einstaklings. 

Kær kveðja, 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi póst HÉR. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda