Jimmy Choo-hælarnir frá kærastanum í uppáhaldi

Lovísa Líf Jónsdóttir fylgist vel með tískunni.
Lovísa Líf Jónsdóttir fylgist vel með tískunni. mbl.is/Árni Sæberg

Lovísa Líf Jónsdóttir er 24 ára laganemi við Háskóla Íslands með flottan og klassískan stíl. Lovísa hefur haft áhuga á tísku frá því hún man eftir sér og ver stórum hluta frítíma síns í að fylgjast með tískunni og sækja sér innblástur.

„Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir á því hverju ég klæðist. Pabbi minn sagði mér að þegar hann átti eitt sinn að sjá um að velja föt fyrir mig fyrir leikskólann þegar ég var lítil þá neitaði ég að fara í þau og sagði einfaldlega: „Þetta er ekki í stíl“.

Ég er sjálfri mér mjög næg og elska að dunda mér við eitthvað með hlaðvarp í eyrunum eða að fara út að ganga með hundinn minn. Á sama tíma finnst mér líka gaman að vera í kringum fólk og kynnast nýju fólki og ég er mikil fjölskyldumanneskja. Góð og djúp samtöl við aðra, ferðalög og góður matur gefa mér mikið.“

Skyrtan og buxurnar eru úr Zöru. Buxurnar keypti hún hér …
Skyrtan og buxurnar eru úr Zöru. Buxurnar keypti hún hér heima en skyrtuna í Zöru í New York í byrjun mars. mbl.is/Árni Sæberg

Hvernig er þinn fatastíll?

„Ég myndi lýsa fatastílnum mínum sem klassískum og tímalausum í grunninn með dramatísku ívafi þegar mér líður þannig. Ég er mikill tískuunandi svo mér finnst líka gaman að blanda einhverju nýju við sem ég spotta af tískupöllunum hverju sinni. Fyrir mér er stíll ákveðið listform, ákveðin leið til að tjá mig og minn persónuleika. Það sést oft utan á okkur og hvernig við berum okkur hvernig okkur líður.“

Pleðurbuxurnar eru úr Zöru. Beltið er frá Louis Vuitton en …
Pleðurbuxurnar eru úr Zöru. Beltið er frá Louis Vuitton en Lovísa féll fyrir því þegar hún var í fjölskyldufríi í Flórída fyrir nokkrum árum vegna þess að það er hægt að snúa því á báða vegu. Það er rautt öðru megin og í klassíska Louis Vuitton monogram mynstrinu hinu megin. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Ég dýrka rómantísk hálsmál með pífum. Ég elska ljósa liti sem lýsa aðeins upp skammdegið sem við búum við hér á Íslandi og bjarta liti á vorin og sumrin. Þá er ég líka algjör sökker fyrir einhverju ofur dramatísku eins og stórum sólgleraugum, áberandi fylgihlutum og mikilfenglegum kjólum. „Sometimes, bigger is better“,“ segir Lovísa.

Uppáhaldsverslunin á Íslandi?

„Ég versla mest í Zöru hér heima. Ég var að vinna þar þegar ég var yngri svo búðin er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér.“

En í útlöndum?

„Saks Fifth Avenue, Macy's, Nordstrom og Ralph Lauren.“

Verslar þú mikið á netinu?

„Einstaka sinnum, en mér finnst skemmtilegra að fara í búðir og finna hvernig mér líður í fötunum.“

Bleiku og rauðu hælarnir eru frá Jimmy Choo. Bleiku ballerínuskórnir …
Bleiku og rauðu hælarnir eru frá Jimmy Choo. Bleiku ballerínuskórnir eru frá Salvatore Ferragamo. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað finnst þér setja punktinn yfir i-ið þegar þú gerir þig til?

„Ég elska fallega fylgihluti. Mynstraður silkiklútur í fallegum lit um hálsinn gerir einfalt dress meira elegant. Lykt er einnig mikilvæg. Hún er eitthvað sem þú skilur eftir þig þegar þú hefur verið í návist fólks og er ákveðinn punktur í minningu fólks af þér. Mín uppáhaldslykt er Soleil Blanc frá Tom Ford. Svo líður mér best með nokkuð einfalda förðun og mjúka liði í hárinu.“

Góður ilmur setur punktinn yfir i-ið. Soleil Blanc frá Tom …
Góður ilmur setur punktinn yfir i-ið. Soleil Blanc frá Tom Ford er í uppáhaldi. mbl.is/Árni Sæberg

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Alma monogram BB-taskan mín frá Louis Vuitton. Hún var fyrsta hönnunartaskan mín og ég hef notað hana mjög mikið. Tímalaus klassík.

Gucci taskan er af gerðinni Marmont matelassé og er Lovísa …
Gucci taskan er af gerðinni Marmont matelassé og er Lovísa búin að eiga hana í nokkur ár. Louis Vuitton taskan er af gerðinni Alma BB. Yves Saint Laurent töskuna fékk Lovísa í jólagjöf um síðustu jól frá foreldrum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Mesta tískuslysið þitt?

„Úff. Þegar ég var í grunnskóla var mikið sport að setja sokkana yfir buxnaskálmarnar. Það var hræðilegt.“

Hvaðan sækir þú innblástur?

„Mínar tískufyrirmyndir eru Kate Middleton, Jackie Kennedy og Sarah Jessica Parker. Einnig fylgist ég mikið með tískupöllunum og þau tískuhús sem slá oftast í gegn að mínu mati eru Chanel, Christian Dior, Fendi, Oscar de la Renta og Tom Ford. Annars elska ég að fylgjast með mannlífinu í stórborgum. New York er uppáhaldsborgin mín en það heillar mig mikið hvað mannlífið þar er fjölbreytt og skrúðugt og allir fá að vera eins og þeir vilja. Það veitir mér innblástur.“

Hvað er í uppáhaldi í fataskápnum þínum?

„Fallegu rauðu Jimmy Choo-hælaskórnir mínir sem Ágúst, kærasti minn, gaf mér í jólagjöf síðustu jól. Hann þreytist aldrei á að hitta í mark hjá mér og það er enginn sem þekkir mig betur en hann. Ég hef hann nær alltaf með í ráðum þegar ég vel mér föt því hann er svo æðislega hreinskilinn.“

Lovísa heldur mikið upp á rauðu Jimmy Choo hælaskóna en …
Lovísa heldur mikið upp á rauðu Jimmy Choo hælaskóna en Ágúst kærasti hennar gaf henni þá. mbl.is/Árni Sæberg

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Hermès Kelly- og Birkin-tösku, Chanel classic-tösku, Chanel tweed-dragtir, kjóla frá Oscar de la Renta, skartgripi frá Tiffany & Co., Harry Winston, Van Cleef & Arples og Louboutin's í öllum regnbogans litum.“

Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum þessa stundina?

„Góða kápu hér á Íslandi og gott par af gallabuxum í bláum eða ljósum lit, ég er hrifin af gallabuxum í beinu sniði þessa stundina. Ég mæli með fallegum klútum, hvort sem maður kýs að binda þá um hálsinn, hárið eða tösku. Áberandi litir eru líka inn núna og svo er alltaf gott að eiga góða strigaskó.“

Jakkinn er frá Ralph Lauren en klúturinn er frá Hawes …
Jakkinn er frá Ralph Lauren en klúturinn er frá Hawes & Curtis. Kærasti Lovísu valdi klútinn og keypti hann þegar þau voru í London síðasta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað er á óskalistanum?

„Hermès Oran-sandalar, stór aviator-sólgleraugu og fleiri litríkar flíkur.“

Lovísa keypti jakkann í Zöru í New York í nóvember …
Lovísa keypti jakkann í Zöru í New York í nóvember þegar hún var að heimsækja kærastann sinn. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is