Sló í gegn með Moussaieff-demanta

Michelle Yeoh með verðlaunin og fallega hálsfesti.
Michelle Yeoh með verðlaunin og fallega hálsfesti. AFP

Leikkonan Michelle Yeoh var afar glæsileg þegar hún tók á móti Golden Globe-verðlaunum í nótt. Yeoh var í glitrandi síðkjól frá Armani Privé og einstaklega fallega skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers. 

Skart­gripa­merkið Moussai­eff er í eigu fjöl­skyldu Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar fyrr­ver­andi for­seta Íslands.

Yeoh hlaut verðlaunin fyrir besta leik í gam­an- og söng­leikja­flokkn­um í myndinni Everything Everywh­ere All At Once. Yeoh er greinilega mikill aðdáandi Moussai­eff Jewell­ers en hún skartaði fallegum eyrnalokkum frá merkinu á frumsýningu James Bond árið 2021. 

Fleiri frægar konur hafa sést með skartgripi frá merkinu á opinberum viðburðum. Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney var með eyrnalokka frá skartgripamerkinu á frumsýningu í fyrra og leikkonan Maria Bakalova var með skartgripi á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2021. 

Michelle Yeoh var skreytt demöntum.
Michelle Yeoh var skreytt demöntum. AFP
Michelle Yeoh.
Michelle Yeoh. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda