Hörkukeppni og brautarmet í kappakstri

Sigmar H. Lárusson kemur fremstur út úr einni af beygjum …
Sigmar H. Lárusson kemur fremstur út úr einni af beygjum brautarinnar. Ljósmynd/Alfreð Möller

Önnur umferð Íslandsmótsins í kappakstri á mótorhjólum fór fram í Kapelluhrauni í Hafnarfirði á sunnudaginn.

Keppt var í opnum flokki, svokölluðum superbike-flokki, og voru níu keppendur á sérútbúnum mótorhjólum. Mikil gróska hefur verið í greininni í sumar og æfingahópurinn farið stækkandi á árinu.

Sigmar H. Lárusson vann keppnina á sunnudaginn og setti glæsilegt brautarmet, 1:20,56 mínútur. Eknar voru tvær umferðir þar sem hver umferð taldi tíu hringi en brautin er liðlega 2,5 kílómetrar. Sigmar er því með 50 stig eftir tvær keppnir en Íslandsmeistari verður krýndur að loknum þremur keppnum.

Ármann Ó. Guðmundsson var í öðru sæti í Kapelluhrauni og Jóhann Sigurjónsson í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert