Finnur: Varð hugarfarsbreyting

Finnur Orri Margeirsson fyrirliði Breiðabliks var glaður í bragði þegar mbl.is ræddi við hann eftir góðan sigur Blikanna á toppliði KR, 3:0, í Pepsi-deildinni í kvöld. Finnur átti góðan leik sem og nær allt lið Breiðabliks.

„Þetta var góður sigur. Við vorum agaðir og héldum í það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þetta skilaði okkur sterkum sigri. Þetta er frammistaða sem við eigum að sýna og það var hugarfarsbreyting hjá okkur eftir síðasta leik,“ sagði Finnur við mbl.is.

mbl.is