Baldur Sigurðsson í Stjörnuna

Baldur Sigurðsson fór til Sönderjyske frá KR síðasta vetur.
Baldur Sigurðsson fór til Sönderjyske frá KR síðasta vetur. mbl.is/Eggert

Knattspyrnumaðurinn Baldur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði KR, hefur ákveðið að snúa heim úr atvinnumennsku og ganga til liðs við Stjörnuna. Hann samdi við Stjörnuna til þriggja ára.

Baldur greindi frá þessu í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í dag.

Ljóst er að um mikinn liðsstyrk er að ræða fyrir Stjörnuna en Baldur var lykilmaður í liði KR áður en hann samdi við danska úrvalsdeildarfélagið SönderjyskE fyrir ári síðan.

Meiðsli gerðu Baldri erfitt fyrir í Danmörku en hann lék þó 14 leiki í dönsku úrvalsdeildinni.

Baldur lék með KR frá árinu 2009 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Hann var áður í eitt ár hjá Bryne í Noregi, og hjá Keflavík í þrjú ár, þar sem hann varð einu sinni bikarmeistari, en hóf feril sinn hjá Völsungi á Húsavík.

mbl.is