Abel Dhaira fallinn frá

Abel Dhaira er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein.
Abel Dhaira er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein. Eggert Jóhannesson

Abel Dhaira, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Úganda og markvörður ÍBV frá 2011, er látinn 28 ára að aldri eftir skammvinna baráttu sína við krabbamein. 

Andrew Mwesigwa, fyrrum liðsfélagi Abel hjá landsliði Úganda og ÍBV, greinir frá þessu á facebook sinni og þá hafa fótbolti.net og eyjafrettir.is staðfest þessi afar sorglegu tíðindi.

Abel Dhaira veiktist þegar hann var staddur í heimalandi sínu í haust og kom til Íslands eftir áramót þar sem hann greindist með krabbamein. Abel hefur dvalið hér á landi síðan hann greindist með krabbamein og hafa Eyjamenn sem og fleiri aðilar í knattspyrnusamfélaginu reynst honum vel í erfiðri baráttu sinni.

Abel lék 58 leiki með ÍBV í efstu deild 2011-2012 og 2014-2015, þar af 9 leiki á síðasta ári, en hann lék einnig 12 landsleiki fyrir Úganda.

Mbl.is sendir ættingjum og vinum Abels innilegar samúðarkveðjur.

On a sad note we have lost our brother Abey Dhaira , who has just died afew minutes back . RIP BROTHER .

Posted by Andrew Mwesigwa on 27. mars 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert