„Draumurinn rættist fyrir Ísland“

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Eiður Smári Guðjohnsen er í skemmtilegu innslagi á vef Alþjóða knattspyrnusambandsins, fifa.com.

Tilefni viðtalsins er að Ísland leikur í fyrsta skipti á stórmóti þegar það tekur þátt í Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Eiður Smári rifjar upp feril sinn og sýnd eru myndbrot af honum í leikjum með félagsliðum og landsliðinu og þegar hann ungur að árum að leika sér í fótbolta í garðinum í Belgíu þar sem faðir hans lék sem atvinnumaður á árum áður.

Viðtalið við Eið Smára

mbl.is