„Eyjamenn voru töluvert betri en við“

Davíð Þór Viðarsson og Mikkel Maigaard í leiknum í dag.
Davíð Þór Viðarsson og Mikkel Maigaard í leiknum í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, tók tapinu í bikarúrslitaleiknum í dag af reisn og óskaði ÍBV til hamingju með sigurinn.  

„Ég vil nota tækifærið og óska Eyjamönnum til hamingju með titilinn. Þeir eiga hann skilinn. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og Eyjamennirnir voru töluvert betri en við. Þó vorum við skárri í seinni hálfleik. Sköpuðum þá færi en náðum ekki að skora,“ sagði Heimir í samtali við mbl.is í Laugardalnum. 

FH átti ekki markskot í fyrri hálfleik en liðið átti góðan kafla um miðjan síðari hálfleik. Þá var nokkur pressa á ÍBV en FH tókst ekki að jafna. 

„Við fengum í sjálfu sér ágætis möguleika á þessum kafla en tókst ekki að opna þá. Boltinn gekk ekki nógu hratt á milli manna. Spilið varð svolítið hægt hjá okkur og ég hefði viljað sjá meira gert til að reyna að opna ÍBV.“

mbl.is