ÍBV í bikarúrslit eftir sigur á Grindavík

ÍBV er komið í bikarúrslit.
ÍBV er komið í bikarúrslit. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

ÍBV er komið í bikarúrslit kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Grindavík í Vestmannaeyjum í dag. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Eyjakonur reyndust sterkari í vítaspyrnukeppni. 

Cloé Lacasse kom ÍBV yfir á 41. mínútu en Elena Brynjarsdóttir jafnaði í uppbótartíma og því þurfti að framlengja. Ekkert var skorað í framlengingunni og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni þar sem Adelaide Gay varði tvær spyrnur frá Grindavík en Eyjakonur skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. 

Karlalið ÍBV varð bikarmeistari í gær og gæti ÍBV því orðið tvöfaldur bikarmeistari. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu. 

ÍBV 5:3 Grindavík opna loka
120. mín. Leik lokið ÍBV fer á Laugardalsvöll.
mbl.is