KSÍ býður Tólfunni á HM í Rússlandi

Tólfan stjórnar stemningunni hjá íslenskum stuðningsmönnum.
Tólfan stjórnar stemningunni hjá íslenskum stuðningsmönnum. mbl.is/Golli

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á fundi í gær að styrkja Tólfuna, stuðningssveit íslensku landsliðanna, vegna heimsmeistaramótsins sem fer fram í Rússlandi næsta sumar.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti þetta við fotbolti.net í dag en tíu liðsmönnum úr sveitinni verður boðið á hvern leik á HM. Hlutverk þeirra er að stjórna stemningunni hjá íslenskum stuðningsmönnum.

„KSÍ gerir sér fyllilega grein fyrir hinu mikilvæga hlutverki sem Tólfan hefur að gegna á leikjum íslensku landsliðanna. Við gerðum sambærilega hluti á EM í Frakklandi og EM kvenna í Hollandi en það var ekki jafnformlegt. Núna ætlum við að gera þetta á formlegan hátt með samningi við Tólfuna,“ sagði Klara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert