Guðmundur Böðvar í raðir Blika

Ágúst Gylfason og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eru sameinaðir á ný.
Ágúst Gylfason og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eru sameinaðir á ný. Ljósmynd/Breiðablik

Miðjumaðurinn Guðmundur Böðvar Guðjónsson er genginn í raðir knattspyrnuliðs Breiðabliks og hefur samið við félagið til tveggja ára.

Guðmundur Böðvar er 28 ára gamall og hefur spilað hér á landi með Fjölni og ÍA. Hjá Fjölni lék hann undir stjórn Ágústs Gylfasonar, núverandi þjálfara Blika. Hann er uppalinn hjá Skagamönnum en var hjá Fjölni í fjögur ár, áður en hann fór aftur til ÍA í fyrra en féll með liðinu úr Pepsi-deildinni.

Guðmundur Böðvar hefur æft með Blikum undanfarnar vikur og heillaði greinilega sinn fyrrverandi þjálfara á þeim tíma.

mbl.is