Íslandsmeistararnir byrja illa

Fylkir er nýliði í Pepsi-deild karla og fer vel af …
Fylkir er nýliði í Pepsi-deild karla og fer vel af stað á árinu. mbl.is/Golli

Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu karla hafa byrjað árið 2018 illa en þeir hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á Reykjavíkurmótinu. Mbl.is fer yfir fótboltaleiki helgarinnar en þar var keppt á fimm mótum í meistaraflokkum karla og kvenna.

Vetrarmótin eru komin af stað en auk Reykjavíkurmóts karla og kvenna er keppni hafin í Faxaflóamóti kvenna, Fotbolti.net-móti karla og Kjarnafæðismóti karla (Norðurlandsmótinu). 

Valsmenn lágu fyrir Fylki, 1:3, í Egilshöllinni en höfðu áður tapað 2:4 fyrir Fjölni í fyrsta leik sínum. Oddur Ingi Guðmundsson, Hákon Ingi Jónsson og Ragnar Bragi Sveinsson skoruðu fyrir Fylki en Einar Karl Ingvarsson gerði mark Vals.

Fjölnir vann ÍR 3:1 í sama riðli þar sem Þórir Guðjónsson gerði tvö marka Fjölnis og Ægir Jarl Jónasson eitt en Guðfinnur Ómarsson skoraði fyrir ÍR.

Fyrsta umferðin í B-riðli var leikin á laugardaginn í Egilshöll. KR vann þar Leikni R. 3:2 þar sem Pálmi Rafn Pálmason, Atli Sigurjónsson og Björgvin Stefánsson skoruðu fyrir KR í fyrri hálfleik en Tómas Óli Garðarsson og Sævar Atli Magnússon fyrir Leikni í þeim síðari.

Þróttur R. lagði Víking R. 2:1. Daði Bergsson og Víðir Þorvarðarson skoruðu fyrir Þrótt en Halldór Smári Sigurðsson fyrir Víking.

Fimmtán ára skoraði fyrir Val

KR vann Fjölni 2:1 á Reykjavíkurmóti kvenna. Fjölnir gerði sjálfsmark og Betsy Hassett kom KR í 2:0 en Vala Kristín Theódórsdóttir minnkaði muninn fyrir Fjölni.

Valur vann HK/Víking 2:0 þar sem Hlín Eiríksdóttir skoraði seint í leiknum og 15 ára stúlka, Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.

ÍBV og Keflavík töpuðu fyrir 1. deildarliðum

Í fotbolti.net móti karla, þar sem lið utan Reykjavíkur taka þátt, unnu Skagamenn 3:1 sigur á Eyjamönnum í Akraneshöllinni. Þórður Þ. Þórðarson, Steinar Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson skoruðu fyrir ÍA en Ágúst Leó Björnsson fyrir ÍBV.

HK vann Keflavík 2:1 í Kórnum. Adam Árni Róbertsson kom Keflavík yfir en Bjarni Gunnarsson og Hákon Þór Sófusson svöruðu fyrir HK.

FH og Grindavík skildu jöfn, 1:1, í Akraneshöllinni. Alexander Veigar Þórarinsson kom Grindavík yfir en Steven Lennon jafnaði fyrir FH.

Stjarnan vann Breiðablik, 1:0, í Kórnum þar sem Guðjón Baldvinsson skoraði sigurmarkið.

Húsvíkingar fjölmennir

Í Boganum á Akureyri er Kjarnafæðismótið á fullu og í leik KA og Völsungs voru fjölmargir Húsvíkingar í báðum liðum og nóg af mörkum en KA vann 8:1. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þrennu fyrir KA, Steinþór Freyr Þorsteinsson gerði tvö mörk og þeir Ólafur Aron Pétursson, Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur Jónasson eitt hver. Elvar Baldvinsson skoraði fyrir Völsung og jafnaði þá í 1:1.

Magnamenn, nýliðarnir í 1. deild, unnu Tindastól 2:0 þar sem Kristinn Þór Rósbergsson og Ívar Sigurbjörnsson skoruðu mörkin.

Þór vann Leikni frá Fáskrúðsfirði 3:2. Aron Kristófer Lárusson, Ármann Pétur Ævarsson og Sveinn Elías Jónsson skoruðu fyrir Þór í fyrri hálfleik en Almar Daði Jónsson og Arkadiusz Jan Grzelak fyrir Leikni í þeim síðari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert