Fjórða skiptingin leyfð í framlengingu

Frá úrslitaleik Borgunarbikarsins á síðustu leiktíð. Verði bikarleikir framlengdir í …
Frá úrslitaleik Borgunarbikarsins á síðustu leiktíð. Verði bikarleikir framlengdir í sumar geta lið gert fjórar skiptingar. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda samþykkti á dögunum reglubreytingar á knattspyrnulögunum sem heimilar liðum að gera sína fjórðu skiptingu í framlengingu.

Það verður því hægt að gera fjórar breytingar í framlengdum leikjum í bikarkeppnum karla og kvenna á komandi sumri.

Kerfið hefur verið reynt á Englandi með góðum árangri, en Ísland er fyrsta þjóðin sem tekur regluna alfarið inn í knattspyrnulög sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert