15 ára skoraði fimm mörk

Fylkir vann gríðarlega sannfærandi sigur á Sindra í kvöld.
Fylkir vann gríðarlega sannfærandi sigur á Sindra í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir fór illa með botnlið Sindra í Inkasso-deild kvenna í fótbolta á Fylkisvellinum í dag og vann 8:0-sigur. Hin 15 ára gamla Bryndís Arna Níelsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í aðeins sínum þriðja deildarleik í meistaraflokki.

Margrét Björg Ástvalsdóttir skoraði tvö mörk og Hulda Sigurðardóttir skoraði áttunda mark Fylkis og gulltryggði gríðarlega sannfærandi sigur. 

Fylkir fór upp í 18 stig og upp í annað sæti deildarinnar, þar sem liðið er fjórum stigum frá toppliði Keflavíkur og á leik inni. Sindri er fast á botninum með aðeins eitt stig. 

mbl.is