Ekki gaman að horfa á töfluna

Málfríður Erna Sigurðardóttir í baráttunni við Rilany Aguiar da Silva …
Málfríður Erna Sigurðardóttir í baráttunni við Rilany Aguiar da Silva fyrr í sumar. Ljósmynd/Víkurfréttir

„Þetta var algjör iðnaðarsigur hjá okkur í dag og í raun bara týpískur leikur svona strax eftir verslunarmannahelgina. Það var mikið um stöðubaráttu og einvígi á vellinum en þetta hafðist hjá okkur undir restina,“ sagði Málfríður Erna Sigurðardóttir, fyrirliði Valskvenna, í samtali við mbl.is eftir 2:1-sigur liðsins gegn HK/Víkingi í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld.

„Við ætluðum að halda hreinu í dag og reyna spila okkur í gegnum þær en það tókst augljóslega ekki vel, enda fáum við á okkur mark strax eftir níu mínútur. Við erum búnar að vera fá okkur mörk snemma í leikjum í sumar og við þurfum að vera miklu þolinmóðari í sóknarleiknum. Við fórum alltof snemma í langa bolta fram völlinn og vorum í raun bara að reyna skora tvö mörk í hverri sókna.“

Málfríður viðurkennir að tímabilið hafi verið ákveðin vonbrigði hjá Valskonum sem ætluðu sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir mót.

„Mér finnst spilamennskan hafa batnað mikið í undanförnum leikjum og það er góður stígandi í þessu hjá okkur. Við tökum einn leik fyrir í einu núna en auðvitað viljum við vera að berjast á toppi deildarinnar. Við viljum alla leiki sem við förum í og það er ekki gaman að horfa á töfluna þegar Valur er ekki í efsta sætinu,“ sagði Málfríður ennfremur í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert