Bjerregaard farinn til Danmerkur

André Bjerregaard hefur spilað sinn síðasta leik fyrir KR.
André Bjerregaard hefur spilað sinn síðasta leik fyrir KR. mbl.is/

André Bjerregaard hefur yfirgefið KR og mun hann því ekki spila meira með liðinu í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Bjerregaard er farinn aftur heim til Danmerkur.

Daninn kom til KR síðasta sumar frá Horsens í Danmörku en hann er 26 ára gamall. Hann skoraði fjögur mörk í tíu leikjum með KR, síðasta sumar, og framlengdi í kjölfarið samning sinn við Vesturbæjarliðið.

Hann hefur skorað fjögur mörk í sextán leikjum með KR í sumar í bæði deild og bikar en hann hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni. „Það var samkomulag á milli okkar að rifta samningi. Hann vildi skoða sína möguleika í Danmörku þar sem glugginn er að lokast þar. Umboðsmaðurinn var með möguleika fyrir hann og hann vildi fara heim,“ sagði Rúnar Kristinsson í samtali við fótbolta.net í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert