Fylkir gulltryggði sér efsta sæti

Berglind Rós Ágústsdóttir og Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir taka við verðlaunum …
Berglind Rós Ágústsdóttir og Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir taka við verðlaunum fyrir sigur í deildinni. mbl.is/Eggert

Fylkir stendur uppi sem sigurvegari í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, eftir öruggan 3:1-sigur á Fjölni í Árbænum í dag. Fylkir var með tveggja stiga forskot á Keflavík fyrir lokaumferðina í kvöld og nægði því sigur á móti Fjölni til að gulltryggja sér efsta sætið. 

Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvívegis fyrir Fylki á fyrstu 32. mínútunum og Sigrún Salka Hermannsdóttir bætti við þriðja markinu á 42. mínútu. Sara Montoro lagaði stöðuna fyrir Fjölni á 47. mínútu en nær komst Fjölnir ekki. 

Fylkir vann 16 af 18 leikjum sínum í sumar og tapaði aðeins tveimur með markatöluna 59:9 og 48 stig. Árbæjarliðið var aðeins eitt ár í deildinni, eftir fall úr deild þeirra bestu síðasta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert