Stelpurnar töpuðu fyrir Englendingum

U17 ára landsliðið.
U17 ára landsliðið. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið stúlkna í knattspyrnu tapaði fyrir Englendingum 2:0 í síðasta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Moldóvu í dag.

Þetta var úrslitaleikurinn um efsta sætið í riðlinum en fyrir leikinn höfðu bæði tryggt sér sæti í milliriðli. Ísland vann Aserbaídjan 1:0 í fyrsta leiknum og vann svo stórsigur gegn Moldóvum 6:0.

Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag:

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Andrea Marý Sigurjónsdóttir

Arna Eiríksdóttir (F)

Hafrún Rakel Halldórsdóttir

Valgerður Ósk Valsdóttir

Hrefna Steinunn Aradóttir

Clara Sigurðardóttir

María Catharina Ólafsdóttir Gros

Ída Marín Hermannsdóttir

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert