Halldór Orri samdi við FH-inga

Halldór Orri Björnsson í leik með FH gegn Breiðabliki.
Halldór Orri Björnsson í leik með FH gegn Breiðabliki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Orri Björnsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við FH og gildir samningurinn út keppnistímabilið 2020.

Halldór Orri kom til FH árið 2016 og hefur því leikið með Hafnarfjarðarliðinu undanfarin tvö tímabil. Hann hefur leikið samtals 24 leiki með FH í Pepsi-deildinni en hefur ekki náð skora mark í þeim.

Halldór hefur spilað samtals 170 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 56 mörk.

mbl.is