Halldór samdi við Eyjamenn

Halldór Páll Geirsson ver mark ÍBV áfram.
Halldór Páll Geirsson ver mark ÍBV áfram. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumarkvörðurinn Halldór Páll Geirsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við ÍBV en þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið. Halldór er fæddur árið 1994 en hann varði mark ÍBV stóran hluta tímabilsins í úrvalsdeildinni síðastliðið sumar.

Halldór er uppalinn í Vestmannaeyjum og á að baki 55 deildaleiki með ÍBV og KFS en hann rifti samningi sínum við ÍBV eftir að tímabilinu lauk í sumar. Halldór var til reynslu hjá danska B-deildarliðinu Lyngby í byrjun nóvembermánaðar en hann eyddi tveimur vikum í Danmörku.

Þónokkrar breytingar hafa orðið hjá ÍBV frá því í sumar en Kristján Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari liðsins, lét af störfum eftir tímabilið og við tók Pedro Hipólito, fyrrverandi þjálfari Fram í 1. deild karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert