Heimir kynntur fyrir fjölmiðlafólki í Katar

Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson var formlega kynntur fyrir fjölmiðlafólki í Katar sem nýr þjálfari knattspyrnuliðsins Al Arabi á blaðamannafundi í Katar í morgun. 

Heimir sat þar fyrir svörum og fjölmiðlar fengu tækifæri til að mynda Íslendinginn en ekki hafa miklar fréttir borist á ensku af tilsvörum Heimis enn sem komið er. 

Blaðamaðurinn Mitch Freeley birti þessa ágætu mynd af Heimi á Twitter: mbl.is