Mikil ásókn í ársmiðana

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnusamband Íslands hóf í hádeginu sölu á ársmiðum á heimaleiki íslenska karlalandsliðsins í undankeppni Evrópumótsins sem hefst í mars á næsta ári.

Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið frábærar en þeir 1.000 miðar sem voru settir i sölu eru uppseldir.

Í tilkynningu á vef KSÍ segir að í athugun sé að bæta við fleiri ársmiðum í sölu og mun tilkynning vegna þess koma á morgun.

Heimaleikir íslenska landsliðsins:

Laugardagur 8. júní Ísland - Albanía (13:00)
Þriðjudagur 11. júní Ísland - Tyrkland (18:45)
Laugardagur 7. september Ísland - Moldóva  (16:00)
Föstudagur 11. október Ísland - Frakkland (18:45)
Mánudagur 14. október Ísland - Andorra (18:45)

mbl.is