KSÍ svarar Leiknismönnum

Þórarinn Ingi Valdimarsson í leik með Stjörnunni.
Þórarinn Ingi Valdimarsson í leik með Stjörnunni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Leiknir Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þeirrar ákvörðunar hjá KSÍ að aðhafast ekkert frekar í máli Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, eftir að hann fékk rautt spjald fyrir ósæmileg ummæli um geðsjúkdóma. 

Þórarinn beindi orðum sínum að Ingólfi Sigurðssyni, leikmanni Leiknis, en hann hefur opinberlega rætt um andleg veikindi sín. Þórarinn fékk rautt spjald fyrir vikið, en aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað að refsa Þórarni ekki frekar og við það voru Leiknismenn ekki sáttir. 

Við leggj­um aldrei bless­un okk­ar yfir slíka hátt­semi, þrátt fyr­ir að Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aga­nefnd­ar. Það er al­gjör­lega óskilj­an­legt að knatt­spyrnu­sam­bandið líti fram hjá 16. grein reglu­gerðar KSÍ um aga- og úr­sk­urðar­mál í úr­sk­urði sín­um og samþykki þar með for­dóma inn­an vall­ar­ins. For­dóm­um verður ekki út­rýmt ef skila­boðin eru þessi,“ er meðal þess sem stóð í yfirlýsingu Leiknis.

KSÍ hefur nú svarað með eigin yfirlýsingu með lýsingu á hlutverki, skipulagi og verklagi aga- og úrskurðarnefndar„Af gefnu tilefni vill KSÍ koma því á framfæri að aga- og úrskurðarnefnd er sjálfstætt úrskurðarvald knattspyrnuhreyfingarinnar og starfar óháð stjórn KSÍ, öðrum nefndum, skrifstofu KSÍ, eða öðrum aðilum og einingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hlutverki, skipulagi og verklagi aga- og úrskurðarnefndar er lýst í lögum KSÍ, reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og starfsreglum nefndarinnar. Þá er agareglum í deildarbikar lýst í sérstakri reglugerð um þá keppni,“ stóð í yfirlýsingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert