Aron og Hamrén sátu fyrir svörum

Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén á fréttamannafundinum í París ...
Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén á fréttamannafundinum í París í dag. AFP

Erik Hamrén landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í París í dag vegna leiks Frakklands og Íslands í undankeppni EM í knattspyrnu annað kvöld.

Mbl.is var á staðnum og fylgdist með því sem fram fór á fundinum í textalýsingu hér að neðan. Stærstu tíðindin frá fundinum voru þau að Jóhann Berg Guðmundsson getur ekki leikið vegna meiðsla í kálfa og fer hann heim til Englands í dag.

Leikurinn annað kvöld hefst kl. 19.45 að íslenskum tíma. Ísland vann Andorra 2:0 í fyrsta leik á föstudagskvöld en Frakkland vann þá 4:1-útisigur á Moldóvu.

Fundur Íslands á Stade de France opna loka
kl. 16:13 Textalýsing Fundi slitið. Æfing eftir korter hjá íslenska liðinu og svo er það leikurinn við Frakka annað kvöld kl. 19.45 að íslenskum tíma.
mbl.is