Andrea Mist inn fyrir Elínu Mettu

Andrea Mist Pálsdóttir lék gegn Japan á Algarve-mótinu á síðasta ...
Andrea Mist Pálsdóttir lék gegn Japan á Algarve-mótinu á síðasta ári. AFP

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari íslenska kvennaliðsins í fótbolta, hefur gert eina breytingu á leikmannahópnum fyrir vináttuleikina tvo við Suður-Kóreu í byrjun apríl. Andrea Mist Pálsdóttir kemur inn fyrir Elínu Mettu Jensen.

Elín getur ekki tekið þátt í verkefninu vegna anna í námi, en Jón Þór staðfesti það í samtali við mbl.is í dag. Elín Metta er í læknisfræði í Háskóla Íslands. 

Elín Metta, sem er framherji Vals, á 40 A-landsleiki að baki. Andrea Mist er sem stendur að láni hjá austurríska félaginu Vorderland frá Þór/KA og á tvo landsleiki að baki. Þeir komu á Algarve-mótinu á síðasta ári. 

Leikirnir fara fram í Suður-Kóreu í nágrenni Seoul, höfuðborgar landsins. Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl og síðari leikurinn þremur dögum síðar. 

mbl.is