Keflavík fær landsliðsmarkvörð frá Aserbaídsjan

Aytac Sharifova handsalar samning við Jónas Guðna Sævarsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar …
Aytac Sharifova handsalar samning við Jónas Guðna Sævarsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur. Ljósmynd/@sannirkeflvikingar

Nýliðar Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðsmarkvörð frá Aserbaídsjan fyrir tímabilið sem hefst í kvöld í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.

Markvörðurinn heitir Aytac Sharifova og er hún 22 ára gömul. Hún hefur spilað með yngri landsliðum Aserbaídsjan en hefur einnig spilað sem útileikmaður, samkvæmt tilkynningu Keflvíkinga.

Aytac æfði með Keflavík í æfingaferð liðsins í Tyrklandi í mars og þótti standa sig vel.

Keflavík vann sig upp úr 1. deild á síðustu leiktíð en liðið byrjar tímabilið í kvöld á leik við Fylki á útivelli kl. 19.15.

Keflavík hafði áður fengið til sín markvörð frá HK/Víkingi en Katrín Hanna Hauksdóttir gekk í raðir félagsins í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert