Stjarnan fer með naumt forskot til Tallinn

Jóhann Laxdal í baráttunni við Dmitri Kruglov á Samsung-vellinum í …
Jóhann Laxdal í baráttunni við Dmitri Kruglov á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjörnumenn fara með eins marks forskot til Tallinn í Eistlandi í næstu viku eftir 2:1 sigur gegn Levadia Tallinn í fyrri leik liðanna í 1. Umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.

Grundfirðingurinn Þorsteinn Már Ragnarsson opnaði markareikninginn fyrir Garðabæjarliðið eftir stundarfjórðung. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn Levadia og skoraði af miklu öryggi.

Stjörnumenn voru töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem boltinn gekk oft hratt á milli manna og góð hreyfing á mönnum. Haraldur Björnsson þurfti að vera á tánum í tvígang í fyrri hálfleik en hann varði tvisvar sinnum meistaralega úr dauðafærum Eistanna.

Garðbæingar vou klárlega rændir vítaspyrnu á 33. mínútu en leikmaður Eistanna sló þá boltann með hendinni nánast á marklínu og bjargaði þar með að boltinn færi í netið. Stjarnan hefði réttilega átt að fá dæmda vítaspyrnu og leikmaður Eistanna sendur í bað en Hvít-rússneski dómarinn lokaði augunum fyrir þessu atviki, synd fyrir Stjörnumenn.

Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn ekki vel og voru hálf værukærir framan af hálfleiknum. Á 63. mínutu fékk Hilmar Árni Halldórsson gullið tækifæri til að koma Stjörnunni í 2:0 þegar Stjarnan fékk dæmda vítaspyrnu fyrir brot markvarðar Levadia á Ævari Inga Jóhannessyni. En markvörður Eistanna sá við Hilmari og varð vel. Hilmar bætti upp fyrir mistök sín þegar hann átti glæsilega sendingu a Þorsteinn sem skoraði sitt annað mark á 74. mínútu með skoti í stöng og inn.

Levadia lagði ekki árar í bát og tókst að koma inn mikilvægu útivallarmarki á 79. mínútu sem gæti reynst liðinu dýrmætt þegar liðin eigast við í Tallinn eftir viku.

Stjarnan 2:1 Levadia opna loka
90. mín. Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) fer af velli +1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert