ÍBV féll úr efstu deild

Árni Snær Ólafsson ver meistaralega frá Jonathan Glenn í leik ...
Árni Snær Ólafsson ver meistaralega frá Jonathan Glenn í leik liðanna í Vestmananeyjum í júní. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍA sigraði ÍBV 2:1 í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Norðurálsvellinum á Akranesi í dag. Fyrir vikið er ÍBV fallið úr efstu deild. Liðið er með 6 stig og er þrettán stigum á eftir Víkingi sem er í 10. sæti. ÍBV getur að hámarki náð tólf stigum í leikjunum sem eftir eru. 

Leikurinn var sá fyrsti í 18. umferð deildarinnar en ÍA er nú með 25 stig og fór upp að hlið HK í 5. - 6. sæti. 

ÍA komst yfir rétt fyrir hlé þegar miðvörðurinn Einar Logi Einarsson kom boltanum yfir marklínuna af stuttu færi en Einar hefur verið nokkuð iðinn við markaskorun í sumar. 

Gonzalo Zamorano fékk vítaspyrnu á 62. mínútu og úr henni skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson af öryggi. 

Þá virtust Skagamenn eiga sigurinn vísan enda dauft yfir Eyjamönnum en Gary Martin hleypti lífi í leikinn þegar hann minnkaði muninn með lúmsku skoti á 72. mínútu. 

ÍBV reyndi að jafna leikinn og halda þar með vonum sínum um sæti í efstu deild að ári lifandi en það gekk ekki. 

ÍA 2:1 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið Skagamenn vinna 2:1 og ÍBV er fallið.
mbl.is