Leik ÍA og Grindavíkur frestað vegna veðurs

ÍA og Grindavík munu ekki mætast í dag í 20. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, eins og fyrirhugað var vegna óveðurs á Akranesi.

Leikurinn átti að hefjast á Norðurálsvellinum klukkan 16 en fer þess í stað fram á morgun klukkan 17 á sama velli. Það er því aðeins einn leikur á dagskrá í deildinni í dag, viðureign KA og HK á Greifarvellinum á Akureyri.

Þrír leikir fara nú fram á morgun. ÍA - Grindavík, Breiðablik - Stjarnan og Valur - KR.

mbl.is