Stöðugleiki KR einsdæmi

Leikmenn KR tollera Rúnar Kristinsson þjálfara eftir að Íslandsmeistaratitilinn var …
Leikmenn KR tollera Rúnar Kristinsson þjálfara eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn. mbl.is/Hari

Baráttunni, ef baráttu skyldi kalla, um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu árið 2019 er lokið. KR er Íslandsmeistari í 27. sinn en þetta varð ljóst eftir 1:0-sigur liðsins gegn Val á Hlíðarenda á mánudaginn síðasta.

Breiðablik var eina liðið sem gat náð KR að stigum fyrir 20. umferð deildarinnar. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, gerði hins vegar út um Íslandsmeistaravonir Breiðabliks þegar hann ákvað að taka Brynjólf Darra Willumsson af velli á 86. mínútu gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli og setja Guðmund Böðvar Guðjónsson inn á í stöðunni 1:1 en það urðu lokatölur leiksins.

Vesturbæingar eru vel að sigrinum komnir en liðið fagnaði síðast Íslandsmeistaratitli árið 2013, þá einmitt undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Rúnar hefur nú fjórum sinnum landað þeim stóra, einu sinni sem leikmaður Vesturbæjarliðsins, og þrívegis sem þjálfari liðsins.

Það voru einhverjir KR-ingar sem stungu upp á því eftir að úrslit Íslandsmótsins lágu fyrir á mánudaginn að verðlaunaféð yrði notað til þess að reisa gullstyttu af Rúnari fyrir utan Meistaravelli, heimavöll KR-inga. Frábær hugmynd sem á fyllilega rétt á sér. Misgáfulegar hlaðvarpsveitur töluðu um Íslandsmeistarana sem „Elliheimilið Grund“ fyrir mót sökum hás meðalaldurs KR-liðsins. Það heyrist lítið úr þeim galtómu tunnum í dag.

Sjá úrvalslið 20. umferðar í Pepsi Max-deild karla, besta leikmanninn og besta unga leikmanninn ásamt stöðunni í M-gjöfinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert