Breiðablik tryggði 2. sætið

Andri Rafn Yeoman og Felix Örn Friðriksson í fyrri leik …
Andri Rafn Yeoman og Felix Örn Friðriksson í fyrri leik liðanna í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Breiðablik gulltryggði annað sætið í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu eftir stormasamt 1:1-jafntefli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Breiðablik er með 38 stig í öðru sæti, fjórum stigum á undan FH þegar aðeins ein umferð er eftir. ÍBV er hins vegar löngu fallið úr deildinni.

Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir á 23. mínútu eftir góða sókn en mikið hvassviðri hafði áhrif á leikinn á Hásteinsvelli í dag. Það tók heimamenn ekki langan tíma að jafna en Gary Martin gerði það úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Sigurði Arnari Magnússyni.

Fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli því niðurstaðan. Sem fyrr segir er Breiðablik öruggt um annað sætið, annað árið í röð, en ÍBV er langneðst í 12. sætinu með tíu stig.

ÍBV 1:1 Breiðablik opna loka
95. mín. Leik lokið Leik lokið. Það verður að segjast að veðrið hafði hellings áhrif á leikinn í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert