Fjölnismenn styrkja sig

Grétar Snær Gunnarsson skrifaði undir tveggja ára samning við Fjölni.
Grétar Snær Gunnarsson skrifaði undir tveggja ára samning við Fjölni. Ljósmynd/Fjölnir

Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við Fjölni og mun hann leika með liðinu í úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta sumar en þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins. Grétar skrifar undir tveggja ára samning við Grafarvogsliðið.

Þessi 22 ára gamli miðjumaður er uppalinn hjá FH en hann lék 20 deildarleiki með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni síðasta sumar. Grétar Snær varð færeyskur meistari með HB árið 2018 en hann á að baki einn leik í efstu deild með FH.

Grétar lék með HK í 1. deildinni sumarið 2017 en hann á að baki 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað eitt mark. Fjölnismenn enduðu í öðru sæti 1. deildarinnar síðasta sumar og leika því í efstu deild á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert