Birkir með 800.000 krónur á dag

Birkir Bjarnason gekk í raðir Al Arabi í síðasta mánuði …
Birkir Bjarnason gekk í raðir Al Arabi í síðasta mánuði en var áður leikmaður Aston Villa.

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, er líkt og árið áður tekjuhæsti íþróttamaður „Rogalendinga“ í Noregi árið 2018. Hann er langt fyrir ofan Þóri Hergeirsson, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, á tekjulistanum.

Birkir var með 21,5 milljónir norskra króna í árslaun 2018, sem í dag jafngildir um 292 milljónum íslenskra króna, en þá var hann leikmaður Aston Villa í ensku B-deildinni. Birkir, sem flutti 11 ára gamall til Noregs og hóf þar meistaraflokksferil sinn með Viking, var því með laun upp á 800.000 íslenskar krónur á dag.

Árið 2017 var Birkir með 19,1 milljón norskra króna í tekjur og hann hækkaði því á milli ára. Á þessu ári var Birkir áfram leikmaður Aston Villa þar til í ágúst þegar hann rifti samningi við félagið, sem vann sér sæti í úrvalsdeild í vor. Hann var án félags þar til hann samdi við Al Arabi í Katar í síðasta mánuði.

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er einnig á listanum yfir íþróttafólk frá Rogalandi, en það er fjórða fjölmennasta fylki Noregs. Þórir var með 1.350.000 norskar krónur í tekjur árið 2018, jafnvirði rúmlega 18 milljóna íslenskra króna. Norska kvennalandsliðið í handbolta endaði í 5. sæti EM í Frakklandi í fyrra og er á leið á HM í Japan í lok þessa mánaðar, undir stjórn Þóris.

Þórir Hergeirsson hefur verið afskaplega sigursæll sem þjálfari Noregs.
Þórir Hergeirsson hefur verið afskaplega sigursæll sem þjálfari Noregs. AFP
Birkir Bjarnason og Kingsley Coman í baráttunni á Laugardalsvelli.
Birkir Bjarnason og Kingsley Coman í baráttunni á Laugardalsvelli. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert