Leiknismenn styrkja sig

Dagur Austmann Hilmarsson skrifaði undir tveggja ára samning við Leikni.
Dagur Austmann Hilmarsson skrifaði undir tveggja ára samning við Leikni. Ljósmynd/@LeiknirRvkFC

Dagur Austmann Hilmarsson er genginn til liðs við knattspyrnulið Leiknis Reykjavíkur en þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins. Dagur Austmann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Dagur Austmann á að baki 14 leiki í efstu deild með ÍBV. Hann lék einn leik með ÍBV bikarnum í sumar áður en hann gekk til liðs við Þrótt Reykjavík þar sem hann spilaði 17 leiki í 1. deildinni. Hann hefur einnig spilað fyrir Aftureldingu á sínum ferli.

mbl.is