Úr Ólafsvík í Laugardalinn

Franko Lalic í leik með Víkingi Ó. í sumar.
Franko Lalic í leik með Víkingi Ó. í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnudeild Þróttar Reykjavíkur hefur gengið frá samningi við króatíska markmanninn Franko Lalic. Gildir samningurinn út keppnistímabilið 2021. Lalic lék með Víkingi Ólafsvík á síðustu leiktíð. 

Lalic lék alla 22 leiki Víkings í 1. deildinni á síðasta tímabili og einn bikarleik. Fékk Króatinn aðeins 20 mörk á sig í 22 deildarleikjum. Ekkert lið fékk eins fá mörk á sig í deildinni síðasta sumar og er því um mikinn liðsstyrk fyrir Þrótt að ræða. 

Þróttur hafnaði í 10. sæti í 1. deild á síðustu leiktíð og hélt sér uppi á markatölu. Liðið vann aðeins sex leiki og var tímabilið í heild mikil vonbrigði. Ætla Þróttarar sér stærri hluti á næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert