Á spítala eftir þungt höfuðhögg

Halldór Smári Sigurðsson fékk þungt höfuðhögg í kvöld.
Halldór Smári Sigurðsson fékk þungt höfuðhögg í kvöld. Ljósmynd/Eyþór Árnason

Halldór Smári Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Víkingi Reykjavík, fékk þungt höfuðhögg eftir samstuð við Arnór Gauta Ragnarsson úr Fylki er liðin mættust í Lengjubikarnum í Egilshöll í kvöld. 

Vefsíðan 433.is greinir frá því í kvöld að Halldór og Arnór hafi verið fluttir á sjúkrahús, en Halldór kom töluvert verr úr samstuðinu.

Þeir eru báðir á batavegi, en Halldór gæti verið frá keppni í einhvern tíma. 

mbl.is