Gamli Grindvíkingurinn í miklu stuði

Rene Joensen var í stuði.
Rene Joensen var í stuði. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar

HB, sem Heimir Guðjónsson þjálfaði í tvö ár, er eina liðið með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í færeysku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að liðið lagði B36 frá Þórshöfn á útivelli í dag, 4:2. 

B36 komst tvívegis yfir í leiknum, en HB jafnaði í bæði skiptin og skoraði tvö síðustu mörkin. Rene Joensen, sem lék með Grindavík frá 2017 til 2019, innsiglaði sigurinn með tveimur síðustu mörkum leiksins. 

Guðjón Þórðarson stýrði NSÍ á síðustu leiktíð og liðið vann afar öruggan 4:0-sigur á Skála á útivelli. NSÍ er með 12 stig, eins og B36 og ríkjandi meistarar í KÍ frá Klaksvík. KÍ vann afar öruggan 6:0-útisigur á Argja Bóltfélagi. 

Þá gerðu Víkingur Götu og Tvöroyar Bólftfélag markalaust jafntefli. Stigið var það fyrsta sem TB fær á leiktíðinni á meðan Víkingur er um miðja deild með átta stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert